Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri DV og stjórnarformaður Stundarinnar vandar Sigurði G. Guðjónssyni ekki kveðjurnar fyrir pistil þar sem lögmaðurinn grípur til varna fyrir þá sem hafa verið til umfjöllunar í Kastljósi vegna Panama-skjalanna.

Í pistlinum líkir Sigurður starfsaðferðum Kastljóss við aðferðir Hitlers. Fólk hrökklist úr störfum um leið og fréttir spyrjist út, aðrir reyni að bera hönd fyrir höfuð sér, en kjósi svo að gefast upp til að reyna að skapa frið; annars eigi þeir á hættu að þeir verði eltir uppi af fulltrúum réttvísinnar, sem starfi hjá Ríkisútvarpinu beint eða sem undirverktakar,,,.” segir Sigurður

“Nú er ekkert til sem heitir friðhelgi einkalífs, nú er ekkert til sem heitir að glugga í póst annarra. Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu.”

Reynir hefur eftirfarandi að segja um málatilbúnað lögmannsins á facebook síðu sinni:

“Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur líkir Kastljóssfólki við Adolf Hitler í sóðapistli á eigin fjölmiðli. Hann fordæmir uppljóstrun Panamaskjala en gleymir því að sjálfur er hann skúrkur. Lesið þessi ósköp: ,,Nú er ekkert til sem heitir friðhelgi einkalífs, nú er ekkert til sem heitir að glugga í póst annarra. Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu”.

Þetta segir skúrkurinn sem átti aðild að því að stela handriti að bók minni úr tölvukerfi DV á sínum tíma, birti á Facebook, og sendi Birni í WC afrit. Þjófurinn (þjófsnauturinn) fordæmir skjalaþjófnað!!! Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta framburð dusilmennisins.”

“Þjófurinn (þjófsnauturinn) fordæmir skjalaþjófnað!!!”

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn