rightÍ yfirlýsingu vegna dómssáttar frá blaðamönnunum Jóhanni Páli Jóhannssyni og Jóni Bjarka Magnússyni segir eftirfarandi:

 Í heilt ár höfum við skrifað um málefni innanríkisráðuneytisins, valdníðslu og lögbrot sem framin voru gegn landlausu fólki. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherraembætti vegna málsins en Þórey starfaði sem pólitískur aðstoðarmaður hennar.

Strax í upphafi lekamálsins tók hún sér stöðu með ráðherra gegn almenningi líkt og aðrir í yfirstjórn innanríkisráðuneytisins. Hún sendi DV misvísandi upplýsingar í tölvupósti, hún hélt því fram að engum trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið úr innanríkisráðuneytinu þótt hið gagnstæða lægi í augum uppi og lét að því liggja í útvarpsviðtali að við létum stjórnast af annarlegum hvötum fremur en einlægum vilja til að leiða sannleikann í ljós. Ráðherrann sjálfur fylgdi þessu eftir með því að hringja í ritstjóra DV og fara fram á að við yrðum reknir.

tilvitnun lýkur.

Þannig að þótt Björn Bjarnason ryðji frá sér móðursýkislegum yfirlýsingum þessa dagana á Moggablogginu um að blaðamennirnir, Jóhann Páll og Jón Bjarki, séu “ósannindamenn”, þá eru slíkar yfirlýsingar einungis studdar af mönnum eins og Páli Vilhjálmssyni og öfgafyllstu bloggurunum á Moggablogginu, en Moggabloggið er nú orðin gróðrastía og uppeldisstöð fyrir unga fasista og öfgamenn. Þar er Björn Bjarnason í sérflokki.

pall-vilhjalmsson-bjorn-bjarnasonBjörn eldist illa, hann einfaldlega finnur sér ekki raunhæfan sjónarhól í seinni tíð, hann hagræðir sannleikanum og ræðst að fólki dags daglega með vemmilegum skítugum aðdróttunum. Þetta eru skelfileg örlög fyrrverandi ráðherra, að missa svo öll tengsl við samfélagið þar sem hann þó býr. Byssuvæðing lögreglunnar og andúð á innflytjendum, þetta eru vond krydd í tilveruna hjá manninum.

Ekki vorkenni ég karlinum. Evrópuvaktin sem hann stýrir ásamt Styrmi Gunnarssyni, hlaut ágætisupphæð til reksturs síns frá alþingi, nánar tiltekið þrjár og hálfa milljón og eru það ágætis verkamannalaun fyrir lítið meira en að þýða fréttir upp úr Spiegel. En ef hann hefði berað þann raunverulega hug sinn til innflytjenda sem birst hefur í skrifum hans að undanförnu, þá hefði alþingi átt erfitt með að veita honum fjárveitinguna.

En aftur að þóreyju

Hún þarf að svara fyrir að bera alvarlegar ásakannir á góða blaðamenn, að villa vísvitandi fyrir blaðamönnum og almenningi með röngum upplýsingum, nema hún vilji fá einhverja sér meðferð umfram trakteringarnar sem blaðamenn DV fengu. Varla ætlast Þórey til þess, er ekki eðlilegt að jafnt gangi yfir alla ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Þórey svari fyrir misferlið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.