5. skýrslan um Ísland sem kláruð var í desember 2016 frá ECRI, Evrópuefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum, byggist á tilmælum og ráðleggingum til Íslenska löggjafans um það sem á vantar í Íslenskum lögum gegn hatursorðræðu og hvatningu til hennar. Þar kemur fram í ítarlegri upptalningu hvernig Íslensk yfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að innleiða þrátt fyrir að hafa haft í sumum tilfellum meira en 10 ár til þess að láta verða af því. Skýrslan leggur til að “innleiðing heildstæðrar löggjafar gegn mismunun til að takast á við kynþáttafordóma og kynþáttamisrétti” fari fram og er Íslenskum gefin 2 ár til að koma því verki af.

Í kynningu á skýrslunni segir:

Skýrslan leggur fram nokkrar tillögur. Eftirfarandi tvær skulu látnar ganga fyrir til framkvæmda og mun fylgt eftir með bráðabirgða eftirfylgniferli innan tveggja ára:

– innleiðing heildstæðrar löggjafar gegn mismunun til að takast á við kynþáttafordóma og kynþáttamisrétti;
– samræming aðgerða og þjónustu handa hælisleitendum því sem býðst kvótaflóttamönnum, og þá sérstaklega hvað varðar húsnæði, atvinnu og íslenskukennslu.

En í heild sinni er farið ítarlega í gegn um mikla annmarka á lagaumhverfi á Íslandi í þessum málaflokki. Íslenskum hegningarlögum og refsilöggjöf ect. Skýrslan í heild sinni á Íslensku:

No Title

No Description

 

 

Þung gagnrýni Evrópuráðsins, vöntun á löggjöf um hatursglæpi

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn