sold_outNú er nýjasta trendið, stuðningsmenn stjórnarflokkanna tala nú um að aftakan á fjölmiðlun í landinu sé samsæriskenning. Að Framsóknarflokkurinn hafi ekki orðið sér úti um fjölmiðil sem að skilur hann. Nei það er víst bara tilviljun.

En breytingin er greinileg, ef þið kíkið inn á helstu vefmiðlana í dag, þá er allt með kyrrum kjörum, ekkert er að gerast. Engin stjórnmálamaður er í vandræðum, engin þeirra kveinkar sér undan gagnrýni eins og venjulega. Vegna þess að nú er engin gagnrýni.

Til hamingju Ísland. Til hamingju þið sem kjósið fólk til valda sem vill berja niður fjölmiðlun í landinu. Til hamingju Ísland því þeim tókst það,

En hver seldi hvað ? Svarið er að þingmenn og ráðherrar seldu Framsóknarflokknum DV og síðan var ráðin gamall kynningarfulltrúi sem áður starfaði á Hestablaðinu í starf ritstjóra.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Til hamingju Ísland

| Samantekt |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.