untitledDonald Trump hefur afturkallað reglur um notkun baðherbergja í skólum sem gangsettar voru í Maí 2016 af Obama sem hluti af umbótum á sviði mannréttinda. Reglur þessar (bathroom rules) hafa gert trans börnum kleyft að nota þau baðherbergi sem samræmast þeirra kynvitund.

Rök Trumps gegn reglunni hafa verið þau að reglurnar auki hættuna á kynferðislegu ofbeldi á snyrtingum skólanna. Þrátt fyrir þessa metnaðarfullu staðhæfingu forsetans, þá er ekki til eitt einasta skráð tilfelli um slíkt mál þar sem að trans persóna hefur beitt kynferðislegu ofbeldi á baðherbergjum í skólum landsins.

Á miðvikudaginn var sendi Trump stjórnin bréf til allra skóla í Bandaríkjunum þar sem að breytingarnar eru útlistaðar. Þar er tekið fram að heimild sem leyfði Transfólki að nota baðherbergi að eigin vali, hefði valdið ruglingi.

Í Maí á síðasta ári sendi Dóms & Menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna tilmæli til allra skóla um að trans nemendum skyldi leyft að nota þau baðherbergi sem kölluðust á við þeirra kynvitund. Tilmælin voru ekki lagalega bindandi, þá varaði Obama skólastjórnendur við því að skólar þeirra gætu misst af ýmsum styrkjum ef ekki yrði farið að tilmælunum.

Þessi afturköllun hefur vakið mikla reiði meðal almennings enda voru reglurnar settar í Maí síðastliðnum m.a. annars til að koma í veg fyrir vanlíðan trans barna. Þessi aðgerð Donalds Trump er álitin vera til marks um mikla grimmd Donalds Trump og harðlínu. Aðrir hafa gengið svo langt að hæða Trump fyrir hans eigin kynvitund.

Trump rescinds transgender bathroom rules from Obama era – BBC News

Donald Trump’s government has revoked guidance to US public schools that allowed transgender students to use toilets matching their gender identity. The guidance, issued by his predecessor Barack Obama, had been hailed by as a victory for transgender rights. But critics said it threatened other students’ privacy and safety, and should be decided at state level.

Trump gegn Transfólki

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn