Tyrkland-minni

Tyrkland fangelsar fleira fjölmiðlafólk en nokkurt annað land í heiminum. Einn þriðji hluti alls fjölmiðlafólks sem situr í fangelsi í heiminum er í Tyrklandi og meirihlutinn bíður réttarhalda.

Blaðamenn og fjölmiðlafólk sem tala gegn stjórnvöldum hafa verið skotmark yfirvalda í fordæmalausri herferð allt frá því að tilraun til valdaráns í Tyrklandi átti sér stað í júlí 2016.

160 fjölmiðlum hefur verið lokað í Tyrklandi og skilaboð stjórnvalda eru skýr og ógnvekjandi. Rými fyrir andstöðu fer sífellt minnkandi og opinská umræða felur í sér mikinn fórnarkostnað.

Þessari herferð gegn frjálsri fjölmiðlun verður að ljúka. Gríptu tafarlaust til aðgerða og krefstu fjölmiðlafrelsis í Tyrklandi.

Blaðamenn og annað fjölmiðlafólk verður að hljóta frelsi strax. Frjáls fjölmiðlun er mikilvægur hluti af heilbrigðu fjölmenningarsamfélagi.

Fjölmiðlafólk verður að fá að sinna starfi sínu því fjölmiðlun er ekki glæpur.

ImageProxy.mvc

Tyrkland: Leysið blaðamenn og annað fjölmiðlafólk tafarlaust úr haldi

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn