Taner Kiliç, the Chair of Amnesty International Turkey

Formaður tyrknesku deildar Amnesty International, Taner Kiliç, hefur verið handtekinn í fjöldahandtökum. Hann var í hópi 22 lögfræðinga sem handteknir voru í borginni Izmir þann 6. júní, ranglega grunaður um að hafa tengsl við hreyfingu Fethullah Gülen.

Það að formaður tyrknesku deildar Amnesty International hefur nú orðið fórnarlamb þeirra fjöldahreinsana sem staðið hafa yfir eftir tilraun hersins til valdaráns er frekari staðfesting á því hversu langt yfirvöld eru að seilast og hve mikill geðþótti ræður för. Taner Kiliç á að baki langan og farsælan feril við að verja nákvæmlega þau réttindi sem tyrknesk stjórnvöld troða nú fótum.

Við hvetjum alla vini okkar til að þrýsta á tyrknesk stjórnvöld með því að skrifa undir þessa aðgerð sem finna má á heimasíðu alþjóðasamtakanna:

Tyrkland: Leysið formann tyrknesku deildar Amnesty úr haldi!

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn