Við mótmælum ákvörðun um brottvísun Sid Ahmed Haddouche og fjölskyldu hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og skorum á yfirvöld að taka hælisumsókn þeirra til efnislegrar skoðunar.

Hér má skrifa undir undirskriftasöfnunina sem verður síðan skilað inn til Kærunefndar Útlendingamála

Sid Ahmed Haddouche (45) er faðir í sex manna fjölskyldu. Eiginkona hans er Mimouna (41), synir þeirra eru Aymane (19) og Hichem (13) og dætur þeirra eru Imane (19) og Aya (6). Aymane og Imane eru tvíburar. Þau eru frá Alsír og komu til Íslands í ágúst 2016 og sóttu um alþjóðlega vernd

Sid var lögreglumaður í Remchi-bæjar nálægt landamærum við Marokkó. Árið 2013 handtóku Shid og kollega hans meðlim AIS (Islamic Salvation Army) sem eru vopnuð íslamisk samtök. Í kjölfarið drápu AIS félagar samstarfsmann Shid í hefndarskyni og byrjaðu einnig að eltast við Shid. Þessi samtök gerðu nýlega árás og drápu sjö alsírska hermenn í Bouira í Alsír 18. febrúar 2017 sl.

Sid fór einn til Írlands og sótti um hæli, en neyddist að koma baka til Alsírs árið 2014, þar sem fjarvera föðurins hafði slæm áhrif á fjölskyldu hans.

Aymane, eldri sonur Sid, neitaði að gegna herskyldu af því að hann vildi ekki fara sömu leið af morðum og hefnd sem faðir hans hafði upplifað. Neitun herskyldu getur kallað a.m.k. eins árs fangelsisdóm yfir Aymane.

Þá átti að neyða Imane til þess að giftast ókunnugum manni, af föðurbróður hennar, sem hafði tekið að sér hlutverk föður í fjölskyldu Sid á meðan Sid var á Írlandi. Sid er fullviss að þrýstingur frá AIS hafi legið á bak við framkomu bróður hans í þessari tilraun til nauðungargiftingar.

Þetta leiddi til þess að  Sid ákvað að flýja landið ásamt fjölskyldunni sinni og þau komu til Íslands þar sem þau höfðu lært að þar væri þjóð friðar og mannréttinda. 

En Útlendingastofnun ákvarðaði um brottvísun til Spánar vegna Dyflinnarreglugerðar, því fjölskyldan keypti sér vegabréfsáritanir sem Spánn hafði útvegað. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þessa ákvörðun 14. febrúar sl.

Spánn er þekktur sem hart ríki gagnvart flóttamönnum frá nágrannalöndum eins og Marokkó eða Alsír. Samkvæmt skýrslu spænsku flóttamannastofnunarinnar, hafa einungis 220 einstaklingar fengið stöðu flóttamanns á Spáni árið 2015 og enginn fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Engar stórar breytingar á þessum tölum sáust árið 2016.

Er það réttlátt að fela örlög fjölskyldunnar í jafn óvissa stöðu eins og er á Spáni? Fjölskyldan hefur tvö lítil börn. Eiga íslensk yfirvöld ekki frekar að kjósa þá leið er tryggir réttindi barnanna?

Hichem og Aya ganga í Breiðholtsskóla og eru búin að eignast marga vini. Þau njóta skólalífsins og tala nú þegar góða íslensku. Aymane og Imane læra íslensku hjá Mími og þeim líður vel. Imane hefur sótt um inngöngu í Háskóla Íslands.

Mimouna, móðir barnanna, fékk stórt áfall vegna ákvörðunar um brottvísun fjölskyldunnar og hefur upplifað aðsvif og yfirlið á götum úti ítrekað. Hún kvíðir fyrir framtíð barnanna sinna mikið núna.        

Það er einlæg ósk okkar vina Sid og fjölskyldu að þau fái leyfi til að byggja upp nýtt líf hér á Íslandi og njóti lífs síns í gleði og friði.

Því mótmælum við ákvörðun um brottvísun Sid Ahmed Haddouche og fjölskyldu hans vegna Dyflinnarreglugerðar og skorum á að hælisumsókn þeirra verði tekið til efnislegrar skoðunar.
3. mars 2017,
 
Vinir Sid og fjölskyldu hans 

Fulltrúar:
Luisa El Bouazzatti
Toshiki Toma

This petition will be delivered to:

  • Kærunefnd útlendingamála
  • Dómsmálaráðherra

Hér má skrifa undir undirskriftasöfnunina sem verður síðan skilað inn til Kærunefndar Útlendingamála

Undirskriftasöfnun, takið umsókn fjölskyldu Sid til efnislegrar skoðunar og leyfið henni að vera á Íslandi!

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn