Sitjum í leigubíl að bíða eftir Karin. Yngsti meðlimur hópsins gengur inn í fyrstu ferðina okkar saman. Við erum á leið útá flugvöll til Toronto. Yngsti meðlimur hópsins er á leið í ferð sem íslenska ríkið býður okkur í, til þess að kynna íslenska menningu. Til þess að kynna landið fyrir ferðamönnum og flytja þannig gjaldeyri inn í landið. Þetta er win-win situation fyrir alla.

Það er gott að vera tónlistarmaður á Íslandi og stuðningur samfélagsins við tónlistarlífið skilar af sér góðum markaði og tónlistarfólki á alheimsmælikvarða. Vér komum úr Austurbæjarskóla, vér erum synir öryrkja og innflytjanda. Móðir okkar hefur glímt við nýrnasjúkdóm í 20 ár.

En nú finnum við kerfið breytast. Það þrengir að okkur. Kerfið kæfir okkur. Og stjórnmálafólkið segir ósatt. Stjórnmálafólkið brýtur lögin og hylmir yfir glæpum.
Listasjóðir eru skornir niður. Heilbrigðiskerfið er skert. Leigumarkaðurinn er útúr kortinu og þá sérstaklega hverfinu okkar. 101 fkn Reykjavík. Stjórnmálamenn reyna að skapa gjá milli lands og borgar. Þau vilja skapa pólitíska spennu með landamærum við Snorrabraut.

En nú höfum við fengið nóg. Þið byrjið á tapa tekjum sem skugga-eigendur flokkana ykkar hefðu misst. Og svo stoppið þið upp í götin með fjármunum þeirra sem minna mega sín.

Ef við ætlum að vera sammála um að þetta séu mismunandi áherslur í efnahagsmálum. Hvað getum við þá sagt um mannréttindamál þessara sömu flokka?

Jú, ceec470f01aa85371b37507d22417d99 til þess að geta svo kannski notað það á landsvísu í næstu kosningum? Jú, við getum lofað ykkur því að þessi flokkur verður orðinn svo yfirfullur af rasistum fyrir næstu kosningar að þjóðernissinnaðir listar munu birtast í flestum kjördæmum. Það eru jú til framsóknarmenn sem hafa mótmælt þessari stefnu. Það er í ykkar höndum að snúa flokknum á beina braut.

Svo er það Hanna Birna. Frank Underwood stjórnmálaseríunnar “Alþingi og með því!”

Hún er virkilega búinn að ‘skíta upp á bak’.

Hvað getur hún gert núna… Jú, lagt í PR-herferð. Sett milljónir af ráðstöfunarfé sínu í einhvern styrktarsjóð til að bjarga börnum í Afríku með tilheyrandi media frenzy. Og þá tölum við til ykkar kæru hægrimenn. Þið viljið ekki vera í flokk sem er stýrt af gömlum valdagráðugum köllum útí bæ.
Sem gera gys að littarhætti fólks og reyna stýra allri umræðu.

En aftur að leigubílnum.

Fyrir tveimur árum fórum við svipaða ferð til Ameríku. Í þeirri ferð var okkur boðið til veislu í sendiráðinu. Þar hittum við Guðmund Árna. Þó við höfum verið ungir þegar hann var í stjórnmálum þá munum við samt eftir honum. Hann sagði af sér. Fróðir menn segja það sé mjög fáheyrt að íslenskir stjórnmálamenn segi af sér. Hanna Birna segðu af þér. Þú ert eflaust góð kona og móðir sem lifir flekklausu lífi utan stjórnmálanna.

En svo þegar ég hugsa aðeins lengra, þá fatta ég að þú ert ekki Frank Underwood. Nei, þú ert miðaldra konan sem hann fórnar, þessi í rauða kjólnum sem svaf hjá hinum “þeldökka” Remy Danton. Þú ert hún, hæfileikarík stjórnmálakona sem að flokkurinn á endanum fórnar. Allavega er það þannig í sjónvarpinu.
Landið sem Karin er að fara búa í er ekki land sem þú myndir kjósa fyrir þig. Heldur er það gamalt land sem að menn æðri þér stýra.

Þú getur kannski lagað aðeins ástandið í þjóðfélaginu og orðið píslarvottur í leiðinni. ‘Hanna Birna, sú sem sagði af sér…’

Nú er ég mættur á Leifstöð og ætla skella í mig einum Soya-chai Lattè á meðan Logi Pedro sötrar Goji-safa.

Úr Austurbæjarskóla með stæl,
Les Frères Stefson

Unnsteinn

Unnsteinn Manuel St. – Framsóknarflokkurinn þaggar niður í nasistaspilinu

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn