Þarna sýndi flokkurinn ekki að hagsmunir heildarinnar réðu ferðinni, heldur þvert á móti þá réðu í þessu tilfelli hagsmunir einnar persónu, Bjarna Benediktssonar.

Unnur Brá Konráðsdóttir sýndi mikið hugrekki er hún ein þingmanna úr stjórnarliðinu greiddi atkvæði með þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunar um þingrof og nýjar kosningar, í gær þann 8. apríl 2016. Í raun má segja að hún hafi sýnt sjálfstæði sem Sjálfstæðismenn skortir jafnan, hún sýndi af sér fáheyrð heilindi og sannindi.

Undirritaður hlustaði á viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson þingmann Sjálfstæðisflokksins í fyrradag þar sem hann sagðist ósáttur við niðurstöðuna, en hann tók einnig fram að yfirleitt væru ekki greidd atkvæði um tillögur í Sjálfstæðisflokknum.

Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiðir ein atkvæði með stjórnarandstöðunni með tillögu um þingrof og kosningar.

Það er því nokkuð ljóst að teningunum er jafnan ekki kastað innan Sjálfstæðisflokksins, þess í stað er allt kapp lagt á valdamikinn formann sem beinlínis þingmenn skulu fylgja. Aginn er mikill og því er ekki tekið vel þegar að þingmenn eru með óþekkt. Unnur Brá sýnir því þann dug og þor sem að Guðlaugur gerði ekki, þ.e.a.s. hann sagði fréttamönnum að hann væri ósáttur við niðurstöðuna ein greiddi engu að síður atkvæði gegn tillögum stjórnarandstöðunar. Það sama gerði Höskuldur Þórhallsson í Framsókn.

Nú tek ég fram að allir þessir þingmenn eru í góðu áliti hjá mér, en um leið þá eru bæði Guðlaugur Þór og Höskuldur Þórhallsson þingmenn sem eru líklegir í formannsstólinn á næstunni enda má gera ráð fyrir að báðir flokkarnir séu komnir í vanda með formenn sína sem ekki verður leystur nema að þeir víki báðir tveir. Ellegar munu flokkarnir missa gríðarlegt traust. Þannig séð er það einnig mikið áfall, sérstaklega fyrir sjálfstæðismenn að flokkurinn skyldi ekki treysta sér í kosningar. Það hefði án efa verið mun sterkari leikur hjá Sjálfstæðismönnum, frekar en að leggja öll vopn sín til varna fyrir formann sem er laskaður og búin að vera. Þarna sýndi flokkurinn ekki að hagsmunir heildarinnar réðu ferðinni, heldur þvert á móti þá réðu í þessu tilfelli hagsmunir einnar persónu, Bjarna Benediktssonar.

Hér tekur Unnur Brá Konráðsdóttir til máls og gerir grein fyrir atkvæði sínu:

Hæstvirtur forseti, ég hef talað fyrir því, bæði á opinberum vettvangi og í mínum þingflokki að kjósa. Ég tel, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem og þjóðin öll, hafi hag af því, að fara í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hag af því vegna þess þar getum við lagt verk okkar, þeirrar ríkisstjórnar sem hefur setið undanfarin ár í dóm kjósenda. Sem og allir aðrir flokkar sem hér sitja inni. Það er hollt fyrir okkur öll. Það er hollt fyrir lýðræðið og það er gott fyrir þjóðfélagið í heild. Og, ég verð að segja að þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessa atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem að gerðist þegar að þjóðin felldi Icesafe lögin á sínum tíma. Að þá á þingið að skoða hug sinn og hugsa um það, er ekki bara rétt að kjósa ? Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Unnur Brá Konráðsdóttir sýnir sjálfstæði

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.