TOPSHOT-FRANCE-POLITICS-CONGRESS-PARTY-FN

Þjóðfylkingin í Frakklandi hefur að sögn Marine Le Pen verið afeitruð. Marine kemur þessu þó ekki alltaf frá sér með sama hætti því hún hefur einnig haldið því fram að National Front hafi verið dímoníseraður (“Diabolisé“). Marine er því þjökuð af stríði sínu við föður sinn og uppgjöri innan eigin flokks. Uppgjörið sem Marine Le Pen talar um gengur þó fyrst og fremst út á andlitslyftingu á við. Búið að er að gera föður hennar, Nasistann Jean-Marie Le Pen útlægan úr flokknum og tálga hvössustu brúnirnar af stefnu National Front. Flokkurinn gefur sig nú út fyrir að vera Þjóðernisflokkur en ekki Nasistaflokkur. En í raun hefur einungis verið breytt um tjáningarmáta, áherslurnar eru þær sömu. Nýtt yngra fólk hefur verið fengið til starfa fyrir flokkinn og ljóst er að Marine Le Pen forðast að beita fyrir sig öfgafyllsta orðalaginu, en þegar að horft er yfir stefnu Marine Le Pen og og National Front, þá er í raun hreinn Nasismi á ferðinni.

Marine Le Pen er harðákveðin í þeirri stefnu sinni að halda áfram að kenna ESB um vandræði Frakka í efnahagsmálum sem þó eru einungis til komin eru af gríðarlegri spillingu landinu. Frakkar hafa verið í öndunarvél Evrópusambandsins í mörg ár vegna stöðu þeirra gagnvart Maastricht viðmiðunum en einnig vegna gríðarlegrar spillingar. Spillingin í Frakklandi er geigvænleg og í raun er það ótrúlegt að land sem farið hefur með forystu í hinum ýmsu málaflokkum á alþjóðlegum vettvangi, skuli ekki geta talist til siðmenntaðra ríkja þegar kemur að spillingum í efnahags og fjármálakerfi sínu.

En Marine Le Pen kennir innflytjendastefnu Evrópusambandsins um þessar raunir Frakka, þetta er fullkomin sögufölsun Marine Le Pen en þeirri skoðun hefur vissulega verið haldið á lofti af ýmsum í Frakklandi undanfarin ár að efnahagsstaða Frakka sé ESB að kenna, þetta er kolrangt.

Hér komum við að kjarna málsins, Marine Le Pen sem nú er metin afar líkleg til að ná inn í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, segir innflytjendur og flóttafólk vera orsök allrar þessarar ógæfu Franska hagkerfisins. Í útvarpsþættinum Harmageddon í vikunni sagði ég að málflutningur sem þessi sem leitast við að kenna innflytjendum og flóttafólki um allar hugsanlegar ófarir hagkerfisins, kallaðist á við málflutning Adolfs Hitler í Mein Kampf, þar sem að Hitler kennir gyðingum og Versalasamningunum um að vera rót allra vandræða í Þýskalandi. En þótt hið síðarnefnda, Versalasamningarnir, eigi vissulega við rök að styðjast enda voru þeir að sliga þýskaland á millistríðsárunum, þá var árás Adolfs Hitlers á gyðinga fullkomnlega óraunsæ og óréttlætanleg.

Hið sama á við um tilraun Marine Le Pen til að kenna flóttafólki um efnahagsvandræði Frakka og er hún því í raun að taka undir áróður Adolfs Hitler í Mein Kampf

Ég mun á næstunni taka fyrir helstu leiðtoga heims, Geert Wilders í Hollandi og Donald Trump í Bandaríkjunum og máta þá við þessar áherslur Hitlers í Mein Kampf, sem eru efnahagsstaða og gyðingahatur.

(Þessar greinar verða ekki langar heldur verður einungis dregin upp hliðstæða í stefnu þessara stjórnmálamanna við þessar tvær megináherslur Adolfs Hitlers í Mein Kampf, það er með ráðum gert að straumlínulaga þetta og hafa þetta ekki og langt í þessari umferð.)

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Uppgangur Nasisma í Evrópu – Marine Le Pen vs Mein Kampf

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.