Nú höfum við hafið aftur birtingu á upptökum af útsendingum Útvarps Sögu og á næstu dögum mun öllu efninu verða komið á framfæri. Hægt er að hlusta á upptökurnar hér.

Ég vil að það komi skýrt fram að hér er ekki um nein höfundarréttarbrot að ræða ef einhver skuli velkjast í vafa um það vegna villandi yfirlýsinga Arnþrúðar Karlsdóttur Útvarpsstjóra á Sögu. Hér er einfaldlega á ferðinni efni sem borgarar þurfa og eiga að hafa fullan aðgang að. “Til að geta myndað sér skoðanir og tekið upplýstar ákvarðanir þurfa þeir að hafa aðgang að ólíkum sjónarmiðum og hlutlægum upplýsingum og gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki í þessu sambandi.” Sjá

Það er furðuleg stefna að útvarpa efni, oftar en ekki í formi frétta, sem viðkomandi reynir síðan að koma í veg fyrir að vitnað sé til með upptökum. Þetta einfaldlega stenst ekki og mun engin dómstóll fallast á slíkar grillur. Það að vilja koma í veg fyrir að kerfisbundin áróður starfsmanna Útvarps Sögu gegn minnihlutahópum í landinu, sé á vitorði þeirra sem að öllu jöfnu hlusta á raunverulegar fréttastöðvar og traustverðuga álitsgjafa, getur alls ekki talist neinum þeim til tekna sem kallar sig fjölmiðil og að sjálfsögðu eiga slík rök ekki náð fyrir neinu úrskurðarvaldi.

Upptökur

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Upptökurnar af Sögu komnar aftur upp

| Sandkassinn |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.