hjónin

Ýmislegt hefur verið til sölu hjá Framsóknarflokknum. Ekki einungis óheiðarleiki Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar, heldur ýmislegt fleira. Mannréttindastefnu Framsóknarflokksins hefur einnig verið áfátt og öfgafólk innan flokksins hefur farið hvað eftir annað á svig við landsfundarsamþykktir flokksins um mannréttindamál, með áherslum sem heyra undir þjóðernispopúlisma, forysta flokksins hefur látið sér þetta í léttu rúmi liggja og með því hefur mannfjandsamleg þjóðernisstefna flokksins fengið að halda áfram að gerjast upp á óheilbrigt stig.

Siðferði hefur verið áfátt í Framsóknarflokknum og í þessu efni ber forysta flokksins alla ábyrgð. Sigmundur Davíð og kona hans eiga sér engar málsbætur. Hér er ekki einu sinni átt við að Sigmundur Davíð geti skipt á stólum við Bjarna Benediktsson og fært sig yfir í Fjármálaráðuneytið. Sigmundur er einfaldlega ófær um að gegna ráðherraembætti og þingmennsku.

Það alvarlega í málinu er tvennt:

e82124abfd54e7e7aa83c68c9b631e9aa) Sigmundur og kona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, sáu ekki ástæðu til að hann segði frá bankamálum þeirra hjóna í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Sigmundur Davíð tók upplýsta ákvörðun um að segja ekki frá eignum á Tortola í sinni kosningabarráttu. Þetta kallast að ljúga, það verður ekki liðið á ráðherrastóli.

b) Það að Sigmundur Davíð og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, skuli notast við banka á Tortola eyju er mál sem fellir Sigmund Davíð af ráðherrastóli. Þessi tegund fjármálastarfssemi er eitt helsta vandamál heimsins í dag og er hluti af rammgirtu neti efnahagsglæpa. Það er yfirlýst alþjóðleg stefna að draga úr þessari starfssemi og er það því hreinlega úrkynjað athæfi af einum æðsta valdamanni nokkurar þjóðar að nýta sér slíka kosti í hans rekstrarmálum.

Lönd sem halda úti bankastarfssemi á við þá sem starfrækt er á Bresku Jómfrúareyjunum, bjóða heim fjármagni frá öllum verstu hugsanlegum aðilum. Skipulögð glæpastarfssemi, vopnaviðskipti, hryðjuverk. Það gefur auga leið hvers lags starfssemi fólk er að veita stuðning sinn sem á í viðskiptum við slíka banka.

Það er ekkert skrýtið að Sigmundur Davíð skuli forðast samneyti við aðra þingmenn, maðurinn getur ekki klórað sig út úr málinu, hann á í raun ekkert eftir annað en að segja af sér. Á meðan alþýða landsins hefur búið bak við gjaldeyrishöft, þá hefur Sigmundur Davíð verið vel tryggður á Bresku Jómfrúareyjunum.

Hvort eða hve mikla skatta Sigmundur Davíð (eða konan hans) hefur greitt eða ekki skiptir ekki öllu máli þótt ég sé fyllilega sammála því að vitanlega ber að setja á fót rannsóknarnefnd um fjármál Sigmundar og konu hans allt sem nær allt aftur til ársins 2007. Málið snýst einnig um hvaða stöðu Sigmundur Davíð hefur tekið gegn krónunni með þessum æfingum.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Úrkynjað athæfi hjónanna

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.