Kjarninn hefur birt úrskurð Persónuverndar í heild sinni. Niðurstaða Persónuverndar er að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum sem og innanríkisráðuneytið hafi brotið lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Úrskurðurinn tekur sérstaklega til lögbundinnar meðferðar og skráningar á gögnum. Hér á eftir fara úrskurðarorð:

Úrskurðarorð

Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos, Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi heimild.

Skortur á skráningu um miðlun draganna í málaskrá lögreglunnar á Suðurnesjum, sem og um öflun þeirra á málaskrá ráðuneytisins, fór í bága við kröfur um upplýsingaöryggi. Hið sama gildir um skort á skráningu um móttöku ráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013 á framburðarskýrslu yfir Tony Omos frá Útlendingastofnun.

Ekki var gætt viðunandi öryggis við miðlun fyrrnefndra skýrsludraga til ráðuneytisins frá Lögreglunni á Suðurnesjum og fyrrnefndrar framburðarskýrslu frá Útlendingastofnun til ráðuneytisins.

Úrskurður Persónuverndar

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn