UTL_2Útlendingastofnun ábyrgist að að hælisumsóknum sem hljóta synjun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, verði alls ekki sendir héðan til ríkis þar sem hætta er á að þeir verði sendir aftur heim til Sýrlands. Ekki kemur fram í fréttinni hver sé afstaða stofnunarinnar til flóttamanna frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum og ekki kemur heldur fram hvort að stofnunin sjái ástæðu til að nýta sér heimildir Dyflinnarreglunar áfram til hins ýtrasta þar sem að stofnunin fær að njóta vafans (sem ekki var upphaflegi tilgangur reglugerðarinnar), gagnvart flóttamönnum frá öðrum ríkjum en Sýrlandi.

Athugasemd mín snýr að óljósri ástæðu að baki  þessari frétt á vefsíðu Útlendingastofnunar.

Þarna er svo sem ekki verið að segja frá neinu sem stofnunni er ekki bara skylt að gera í málum allra hælisleitenda. Stofnunin hefur alls ekki leyfi til að senda hælisleitendur þangað sem að hætta getur verið á að þeir verði sendir aftur til baka í aðstæður sem eru þeim hættulegar. Þetta gerir stofnunin þó hvað eftir annað og oft á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar sem þó er fyrst og fremst ætlað að vernda mannréttindi og öryggi flóttamanna en ekki útlendingastofnanna.

Á vefsíðu útlendingastofnunar segir að samtals veitti Útlendingastofnun 48 manns hæli eða aðra vernd hér á tímabilinu frá byrjun janúar til loka ágúst á þessu ári. Fimmtíu var synjað um vernd en öðrum málum lauk með öðrum hætti. Samtals var meðferð 158 mála lokið hjá Útlendingastofnun á tímabilinu.

Þá segir einnig að í ljósi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi komi ekki til greina að vísa Sýrlendingum aftur þangað. Sé hætta á að sýrlenskum umsækjendum sé vísað þangað, verði þeim snúið til annars Evrópuríkis, ekki komi til greina að senda þá til viðkomandi ríkis.

Hér skal ósagt látið hvað vakir fyrir Útlendingastofnun með því að benda sérstaklega á þetta atriði í tengslum við Sýrlendinga, þegar að ljóst er að sama regla á að gilda um alla flóttamenn.

Dyflinarreglunni er ætlað að vernda flóttamenn, ekki ríkisstofnannir og á ekki að vera tæki fyrir þjóðríkin til að losa sig við flóttamenn á tæknilegum forsendum. Á 1. blaðsíðu Dyflinarreglunar segir:

(2) The European Council, at its special meeting in Tampere on 15 and 16 October 1999, agreed to work towards establishing a Common European Asylum System, based on the full and inclusive application of the Geneva Convention relating to the Status of Refugees of 28 July 1951, as supplemented by the New York Protocol of 31 January 1967, thus ensuring that nobody is sent back to persecution, i.e. maintaining the principle of non-refoulement. In this respect, and without affecting the responsibility criteria laid down in this Regulation, Member States, all respecting the principle of non-refoulement, are considered as safe countries for third-country nationals.

Leturbreyting er mín.

Útlendingastofnun segir fréttir

| Gunnar Waage |
About The Author
- Ritstjórn