Oft er mikil gjá á milli niðurstaðna úr skoðannakönnunum Útvarps Sögu og annara miðla. Stöðin hefur vissa sérstöðu fyrir að taka afstöðu í ýmsum málum meðan aðrir miðlar gefa sig út fyrir að gæta hlutleysis þótt það sé nú efni í annan pistil. I mörgum tilfellum hefur stöðin unnið gott starf í þágu alþýðunnar, samanber andstaða við Icesave samningana.

En öðru hvoru lendir stöðin í vandræðum, tekur óskiljanlega afstöðu í máli og víkur ekki frá þeirri afstöðu sama hvað á gengur, kannski ekki ósvipað og stjórnmálaflokkum hættir til að gera. Þetta gerði stöðin sem dæmi í Lekamálinu. Í flestum tilfellum hafa nú þeir sem hafa haldið furðu-samsæriskenningum á lofti í tengslum við málið, þurft að draga sinn málflutning sinn til baka eftir játningu Gísla Freys þann 11.11.2014.

Þetta skref aftur á bak í Lekamálinu hefur reynst Útvarpi Sögu erfitt. 26.11.2014, tveimur vikum eftir að Gísli Freyr játar að hafa logið upp á hælisleitandann Tony Omos, falsað minnisblað með persónuupplýsingum Tony Omos og sent það til fjölmiðla, birtist engu að síður eftirfarandi skoðannakönnun á vef Útvarps Sögu:

“Afgerandi meirihluti hlustenda Útvarps Sögu vill ekki að Tony Omos verði íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem fram fór hér á vefsíðunni síðasta sólarhringinn en mikil þátttaka var í könnuninni. Spurt var: Vilt þú að Tony Omos verði íslenskur ríkisborgari?. Niðurstaðan var eftirfarandi:

Nei 92% 766 atkvæði
Já 5,4% 45 atkvæði
Hlutlaus 2,6% 22 atkvæði
Alls voru greidd 836 atkvæði”
 –
Útvarp Saga er einnig komin með pistlaflokk á vefsíðu stöðvarinnar sem gengur undir nafninu Potturinn. Þarna eru á ferðinni nafnlausir pistlar sem líkja má við leiðara Morgunblaðsins, Orðið á Götunni á Eyjunni, Smáfuglana á AMX ect.
Þar er að finna pistil sem gengur út á að gera gott úr notkun Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins á orðinu Múlatti í tengslum við Barrack Obama forseta Bandaríkjanna. Þar má finna kenningar ónefnds höfundar um einelti í Borgarstjórn í garð Framsóknarflokksins.
 
Ég spyr mig hvort þetta séu endanleg örlög Útvarps Sögu, stöðvarinnar þar sem ég fór í líklegast ein 10-15 viðtöl í kring um Íslenska efnahagshrunið. Útvarp Saga var stöðin sem hélt vöku sinni í gegn um þessa atburðarás. En nú þykir mér stöðin hafa villst af leið. Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson, eru að valda mér vonbrigðum með þessum áherslum sínum í málefnum hælisleitenda. Ég vona að þau hugsi þetta mál og set þessa gagnrýni mína fram í vinsemd og með virðingu. Það er sárt að sjá vel meinandi fólk feta slóð fáfræði og grimmdar.
Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Útvarp í vanda.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.