Útvarp Saga er fjölmiðill sem rekur áróður fyrir vel flestu því sem fólki almennt stendur fjarri. Mest höfum við fjallað um daglega aðför þáttastjórnenda að flóttafólki. En eins og ég hef oft bent á þá eru viðhorf þáttastjórnenda stöðvarinnar í garð fóstureyðinga, samkynhneigðar, femínista og þolenda kynferðisofbeldis, á pari. Þar fer fornaldarlegt skilningsleysið og fáfræðin loftköstum og er öllum þeim er hagsmuni hafa af umbótum í þessum málaflokkum ekki vandaðar kveðjurnar af þáttastjórnendum og viðmælendum.

Það er ekkert nýtt að á Útvarpi Sögu sé haldið uppi vörnum fyrir kynferðisbrotamenn og lítið gert úr réttarstöðu þolenda og þar á meðal barna. Á stöðinni eru starfsmenn og viðmælendur sem hafa verið ásakaðir um kynferðisbrot og hefur Pétur Gunnlaugsson hvað eftir annað helgað viðtalstíma sína viðtölum við menn í tengslum við slík mál þar sem oftar en ekki sæta harðri gagnrýni ýmsir aðilar sem standa vörð um hagsmuni barna.

Stutt er síðan að Arnþrúður Karlsdóttir sagði að þolendum kynferðisofbeldis væri nær að læra að passa sig að láta ekki tæla sig. Þá sagði Arnþrúður nýlega í útsendingu um kynferðisbrotamál:

“Ungar stelpur og strákar sem eru á netinu að þvælast og láta tæla sig”

“Ef að femínistadómari fengi svona mál til úrlausnar, þú getur ímyndað þér hvernig það færi. Þetta er grafalvarlegt mál og ég held að það kalli á umtalsverða umræðu um þetta”

“Það mega ekki vera femínistar sem koma nálægt svona málum,”

Andúð á femínistum hefur alltaf verið áberandi á Útvarpi Sögu.

Pétur Gunnlaugsson sagði í sama þætti:

“Nauðgunarglæpur er glæpur gegn ákveðnum einstakling en nú er farið að líta á nauðgunarglæpi, sérstaklega femínistarnir, þeir líta á svo á að við búum í einhverskonar feðraveldi þar sem karlmenn eru að kúga konur og þessar nauðganir séu bara þáttur í þeirri kúgun. Það er þetta sem er að gerast og það er alvarleikinn í þessu máli. Svona eitruð blanda, pólitík og sakamál,“ sagði Pétur.”

Þá hafa þau Arnþrúður & Pétur sterkar skoðanir á umræðu um ákvörðun ríkisvaldisins um að veita Róberti Árna (Nú Robert Downey) Uppreisn æru. Þau telja gagnrýni á málflutning Jóns Steinars Gunnlaugssonar Hæstaréttarlögmanns óeðlilega ef marka má eftirfarandi ummæli þeirra:

„Það er nú talað nokkuð um þetta mál hans Róberts Árna, sem einu sinni hét það nú. Það er mikil reiði þar, til dæmis í garð lögmanns, Jóns Steinars, sem var að sækja málið hans upp á að hann fengi lögmannsréttindi. Og það hafa bara blossað upp gífurleg reiði gagnvart Jóni Steinari, persónulega, og það er svolítið skrýtið að það skilji ekki þarna á milli.”

Þá er fyrrverandi starfsmaður Útvarps Sögu og vikulegur fastagestur Markúsar frá Djúpalæk í morgunþáttum stöðvarinnar, yfirlýstur barráttumaður fyrir því að karlmenn fái að kaupa vændi enda hafi þeir sumir hverjir engin önnur tækifæri til að njóta kynlífs. Þá sagði Gústaf í grein í Morgunblaðinu:

“Hinn rauði þráður í röksemdafærslu hinna femínísku grillufangara er sá, að vændiskonur séu tilneyddar til starfans; Þær séu fórnarlömb melludólga og því sé rétt að refsa þeim sem vill greiða fyrir blíðu kvenna og draga þannig úr eftirspurninni, jafnvel þótt sá karl sem í hlut á eigi engan annan kost til að njóta kynferðislegra blíðuhóta, en að greiða fyrir.” skoða grein

Um mál Robert Downey segir Gústaf:

“Hefurðu lagt það á þig, Guðmundur, að lesa dóminn? Mér dauðbrá. Af honum má draga þá ályktun að fórnarlömbin hafi spilað á veikleika Róberts og gert hann sér að féþúfu. Ég ætla ekki að hirða um að velta mér upp úr heimilis- og uppeldisaðstæðum þessara stúlkna. Þetta er komið nóg.”

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Útvarp Vonda Fólksins

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.