22-434x540“Brotaþolar í vændiskaupamálum eru þrjátíu talsins á tímabilinu 2011 til apríl 2014.” Þetta bendir ekki til þess að þessi mál séu með neinum árangursríkum hætti að koma inn á borð til lögreglu. Heldur þvert á móti sé Sænska leiðin svokallaða einungis að koma í veg fyrir að vændisstarfsfólk leiti til lögreglu. Niðurstaðan er þessi: Starfsfólk í kynlífsiðnaði er ekki að njóta verndar lögreglu og dómstóla sama hvað hver segir. Það þýðir ekki að reyna að verja einhverja hugmyndafræði eða pólitík í þessu efni. Það þarf að kannast við þá stöðu sem er komin upp.

Einnig er nokkuð ljóst að sú tilraun að skilgreina vændi sem mansal, hefur mistekist. Ekki svo að skilja að ekki sé oft um mansal að ræða í vændismálum, heldur er útkoman sú eftir að þessi skilgreining var gerð, að vændismálum er ekki sinnt af lögreglu hér á landi, nema að um mansalsmál sé að ræða.

Ósk Amnesty International um að ríki heims afglæpavæði vændisiðnaðinn byggist á ríkjandi afstöðu og skýrslu UN frá árinu 2012 sem og rannsókna Amnesty. En þetta er einnig ríkjandi afstaða UN sem og Human Rights Watch, the World Health Organization og áfram mætti telja. Þetta er mun stærri hreyfing en sem nær til Amnesty International. Þetta er einfaldlega sú hugsun sem er orðin ríkjandi í mannréttindamálum og er það eiginlega furðulegt að sjálfskipaðir mannréttindafrömuðir hér á landi skuli hafa látið þessa þróun fram hjá sér fara.

Ég Ítreka tilvitnunina sem þessi pistill hófst á og byggi á Upplýsingum sem Fréttablaðið hefur eftir Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í Júlímánuði í fyrra.:

 

Brotaþolar í vændiskaupamálum eru þrjátíu talsins á tímabilinu 2011 til apríl 2014.”

Einungis mansalsmál fá meðferð

“„Rannsókn lögreglu beinist þó fyrst og fremst að kaupendum,“ segir Friðrik en bætir við að ef grunur leikur á mansali sé konunum beint rétta leið. Ef ekki er grunur um mansal fer ekkert sérstakt ferli í gang til að aðstoða brotaþola í vændiskaupamálum.”

Og frekar

Yfirleitt er ekki mikið um samstarfsvilja og brotaþolar þurfa að leita sér hjálpar hjá félagslega kerfinu að eigin frumkvæði.

Feitletrun er mín

brotaþolar

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Vændismál skila sér ekki inn í dómskerfið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.