Sr. Baldur Kristjánsson

Sr. Baldur Kristjánsson

Sr. Baldur Kristjánsson skrifar:

Næstu daga ætla ég að týna út úr skýrslu ECRI ýmis tilmæli til stjórnvalda. Fyrst er til að taka að tvenn tilmæli eru sett í forgang og eftir tvö ár mun ECRI sérstaklega tékka á því hvort þau hafi verið framkvæmd.  Fyrri tilmælin eru:

  • ECRI ítrekar eindregið tillögu sína um innleiðingu löggjafar gegn mismunun sem tæki til greina almenn stefnutilmæli nefndarinnar (GPR) nr. 7 um heildarlög sem tækjust á við kynþáttafordóma og kynþáttamismunun.

Um tilmælin er það að segja að það er virkilega kominn tími á það hér að sett verði heildarlög sem banni mismunun. Í nokkrum lögum er bann við mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúarbragða o.s.frv. en þau eru á víð og dreif. Það er skoðun ECRI að heillegur lagabálkur sem banni mismunun myndu koma öllum vel bæði þolendum og gerendum, auka réttaröryggi og réttarvitund enda hafa mörg (ég segi ekki flest) ríki lagabálk af þessu tagi í samræmi við stefutilmæli ECRI nr. 7. Í þessum  efnum ættu menn og konur að athuga staðfestingu viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu, en þessi viðauki bannar ómálefnalega mismunun með öllu og myndi gagnast öllum þeim einstaklingum og hópum sem berjast fyrir jafnrétti og mismununarleysi í Þjóðfélaginu.

pistillinn birtist þann 7.3.16 á vefsvæði höfundar og er hér endurbirtur með leyfi höfundar.

Vantar heildarlöggjöf gegn mismunun! – Baldur Kristjánsson skrifar

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn