Í tilefni af því að Gunnar Hjartarson ákvað að stíga niður af stóli ritstjóra þá er ekki úr vegi að skýra það mál fyrir lesendum. Í fyrsta lagi þá verður Gunnar Hjartarson áfram blaðamaður á Sandkassanum enda erum við afar ánægð með hans framlag. Í öðru lagi þá stöndum við fyllilega á bak við grein Gunnars Hjartarsonar: “Nasista Ömmurnar” enda er hún í samræmi við þær úttektir sem við höfum gert á háttalagi Ingu Sæland frá því fyrir síðustu kosningar. Þess ber að geta að kosningavakt Sandkassans 2016 varaði sterklega við Flokki Fólksins sem Inga Sæland fer fyrir: Þar segir:

“Ástæða er til að vara við stefnuleysi Flokks Fólksins í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda, einnig er tilkoma oddvita flokksins í Reykjavík Norður sem er þekktur Ný-rasisti, til þess að stimpla flokkinn sem Þjóðernispoppúlískan öfgaflokk. Við vörum sterklega við flokknum.

En frekari ástæða er til að sniðganga þennan flokk í kosningum eftir upplýsingar komu fram um tilraunir Flokks fólksins til að sameinast Íslensku Þjóðfylkingunni og gangast þar með undir stefnu Þjóðfylkingarinnar í málefnum flóttafólks og hælisleitenda”

en fremur:

“Ekki síður er sú alvarlega staða komin upp í Flokki Fólksins að Magnús Þór Hafsteinsson skipar nú oddvitasætið í Reykjavík Norður fyrir Flokk fólksins. Við þetta breytist Flokkur Fólksins úr flokki sem  er með ómótaða stefnu í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda, yfir í Þjóðernispoppúlískan öfgaflokk enda er stefna Magnúsar í þessum málaflokkum sú sama í dag og hún var á árunum 2006 – 2008. Einungis nokkrir mánuðir eru síðan hann lýsti furðu sinni yfir því í Útvarpi hve illa hugmyndum hans hefði verið tekið á þeim tíma.”

Þessi orð voru rituð þann 23 Október 2013 hér á Sandkassanum, síðan þá hefur Inga Sæland einungis forherst í afstöðu sinni til flóttafólks. Orðræða hennar um flóttafólk byggist á ósannindum, hræðsluáróðri og tilraunum til að kenna stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks um raunir eldri borgara og öryrkja. Þessi málflutningur er ekki í framhjáhlaupi heldur er hann síendurtekinn og hnitmiðaður. Dæmi um þennan málflutning Ingu Sæland má heyra á upptöku hér að neðan.

Í raun kallast málflutningur Ingu Sæland á við Mein Kampf eftir Adolf Hitler. Inga Sæland er ekki ein um að halda úti stefnu sem er eins og klippt út úr Mein Kampf. Nákvæmlega sömu áherslur má finna í stefnu og ræðu Marine Le Pen formanns National Front í Frakklandi. Le Pen gerir einnig tilraun rétt eins og Inga til að kenna flóttafólki um efnahagsvandræði Frakka, en Frakkar eru að sjálfsögðu búnir að vera í sínum efnahagsspíral mun lengur en svo að nýtilkominni flóttamannakrísu verði á nokkurn hátt kennt þar um. Í tilviki Ingu Sæland þá segir Inga yfirvöld hafa í hyggju að flytja inn fleiri hundruð þúsund flóttamenn meðan að aldraðir og öryrkjar svelti. Þetta er að sjálfsögðu ósatt, rétt eins og áróðursherferð Hitlers gegn gyðingum var byggð á ósannindum.

,,,,Það er eins og að engin þori bara að taka umræðuna út af þessum háværa minnihluta en ég finn að þjóðin í rauninni hún er að þjappa sér betur saman og það þarf engin að halda því fram að við viljum taka því þegjandi þögninni að hingað flæði inn hundruðir þúsunda útlendinga í landið. Það bara kemur ekki til greina.”

 

Sandkassinn stendur því fyllilega að baki greinarskrifum Gunnars Hjartarsonar og mun hann áfram vera blaðamaður okkar þótt hann muni ekki ritstýra miðlinum á þessum tímapunkti, hvað sem síðar verður.

Varðandi Gunnar Hjartarson

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn