“Það hlýtur að koma almenningi spánskt fyrir sjónir að í hvert skipti sem vitnað er í málflutning hennar með skjáskoti eða upptöku, þá skuli hún álíta það vera brot á höfundarrétti. Samkvæmt þessu þá vill hún ekki að almenningur sem að öllu jöfnu hlustar ekki á stöðina, verði vitni að hegðun hennar í loftinu.”

Í frétt á Eyjunni þann 27.7.2017 segir ranglega:

“Lokað á Gunnar Waage vegna kvartana”

Þetta er ekki rétt enda er mín persónulega youtube rás uppi og starfandi. Youtube rás Sandkassans var þó tekin niður. Yfirlýsingar Arnþrúðar Karlsdóttur um að Sandkassinn hafi brotið höfundarréttarlög eru einnig rangar og ætti ekki að taka til greina. Verklag youtube og hvernig þeir bregðast við kvörtunum er síðan annað mál og að sjálfsögðu er það þeirra val hvernig þeir höndla slíkar kvartanir.

Arnþrúður Karlsdóttir hefur hvað eftir annað sagt að ég hafi farið fram með “ærumeiðingar, rógburð og níð” og kemur þetta einnig fram í frétt eyjunar. Þetta er orðalag sem rekja má til Íslenskra Hegningarlaga enda er notast við þessar skilgreiningar í þeim. Arnþrúður hefur ekki sýnt fram á að ég hafi viðhaft neitt af þessu í hennar garð þótt hún hafi verið iðin við að halda þessu fram. Ég hef aftur á móti bent hvað eftir annað á falskan fréttaflutning hennar sem hefur verið til þess fallin að veikja almenna stöðu minnihlutahópa í landinu. Þar á meðal eru ósannar frásagnir hennar í útsendingum stöðvarinnar um að öll burðardýr með fíkniefni í Leifsstöð séu hælisleitendur og að hælisleitendur hér á landi séu að starfa fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. ISIS séu starfandi á Íslandi, allt þetta er sett fram í þeim tilgangi að vekja ótta meðal almennings og sameina fólk í barráttu gegn hættu sem af þessu stafi. Þetta er ljótur leikur og á útvarpsstöð er þetta jafn alvarlegt mál og það getur orðið.

Arnþrúður Karlsdóttir er rasisti og raunar er hún andsnúin tilveru og réttindum minnihlutahópa í landinu, hún hefur kerfisbundið borið út falskar sögur af þessum hópum, en þegar hún er gagnrýnd fyrir þetta háttalag á útvarpsstöð sinni þá hefur hún brugðist við með en frekari fölskum áburði og lygum. Henni hefur verið bent á þá staðreynd að falskur málflutningur hennar á Sögu skaði börn Múslima og valdi þeim ómældum vandræðum í þeirra daglega lífi. Arnþrúður hefur hæðst að þessum ábendingum og brugðist við með en frekari áróðri og ósannindum, m.a. á hendur okkur persónulega á Sandkassanum. Þar hefur Arnþrúður verið hömlulaus svo ekki sé meira sagt. Hún samkennir okkar persónur þeirri gagnrýni sem við setjum fram.

Hvað varðar tilhæfulausar yfirlýsingar Arnþrúðar Karlsdóttur um að ég hafi gerst brotlegur um lög um höfundarrétt, þá hvet ég Arnþrúði Karlsdóttur til að óska eftir staðfestingu á því fyrir dómi. Það hlýtur að koma almenningi spánskt fyrir sjónir að í hvert skipti sem vitnað er í málflutning hennar með skjáskoti eða upptöku, þá skuli hún álíta það vera brot á höfundarrétti. Samkvæmt þessu þá vill hún ekki að almenningur sem að öllu jöfnu hlustar ekki á stöðina, verði vitni að hegðun hennar í loftinu.

Ég hef fyrir nokkru síðan komist að þeirri niðurstöðu að vera ekki að kæra fólk fyrir ærumeiðingar í minn garð. Ég nenni einfaldlega ekki að elta uppi vesalinga og ég hef heldur ekki efni á því. Dæmi um slíkt væri t.d. eftirfarandi:

Það er einfaldlega svo að sagan mun ekki fara mjúkum höndum um Arnþrúði Karlsdóttur. Hennar verður þvert á móti minnst sem vondrar manneskju sem vildi engum vel, hvorki börnum né fullorðnum. Ég veit fullvel að almenningur hlustar ekki eftir orðum Arnþrúðar Karlsdóttur eða annarra starfsmanna hennar hatursfullu útvarpsstöðvar. Eitt sinn hellti hælisleitandi í örvilnan yfir sig bensíni hér á landi. Þá var gantast um það í útsendingu stöðvarinnar að einhver hefði átt að rétta honum eldspítur. Það þarf því engan að undra þótt þeir sem beina athygli almennings að tilraunum Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar til að hvetja til þjóðernishreinsanna, fái á sig dylgjur um barnaníð eða annars konar glæpi af verstu sort. Ég er ekki sá eini sem er að lenda í því, við höfum allir blaðamenn Sandkassans verið að fá sams konar dylgjur um okkur og raunar mörg okkar sem verjum hælisleitendur og flóttafólk erum að fá þennan viðbjóð yfir okkur daglega.

Myndböndin sem fjarlægð voru af youtube voru upptökur af Útvarpi Sögu. Þær verða nú keyrðar af aflands netþjóni sem Arnþrúður mun ekki hafa nein tækifæri til að skipta sér af með því að senda inn kvartanir til. Þannig að sigur starfsfólks Útvars Sögu gegn tjáningarfrelsinu og gegn allri miðlun upplýsinga til almennings er skammgóður vermir.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Vegna falskra yfirlýsinga Arnþrúðar Karlsdóttur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.