Ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra nokkra einstaklinga fyrir hatursorðræðu í tengslum við útsendingar Útvarps Sögu hefur hlotið talsverða gagnrýni meðal almennings og kannski er ekki úr vegi að skoða aðeins það mál. Gagnrýni er sjaldnast fullkomnlega röng og það verður að segjast að málatilbúnaður ríkissaksóknara ber þess merki að hér sé ekki á ferðinni frumkvæðisrannsókn lögreglu heldur kærur sem Samtökin 78 leggja fram.

Eyrúnar Eyþórsdóttur hjá Hatursglæpum.

Eyrún Eyþórsdóttir hjá Hatursglæpum.

Talsverðum þrýstingi hefur verið beitt af hálfu samtakanna til að fram færi rannsókn á kærunum, lögregla fær kærurnar til rannsóknar en hafnar þeim án athugunar. Þá leita Samtökin beint til ríkissaksóknara og er þessi ákvörðun lögreglu að rannsaka ekki, í raun kærð til ríkissaksóknara samkvæmt samtali mínu við formann Samtakanna 78. Þetta verður síðan til þess að saksóknari sendir málið aftur til lögreglu sem rannsakar málin, í framhaldi ákveður saksóknari að ákæra.

Til að byrja með þá eru áhyggjur innan hatursglæpadeildar Lögreglunar miklar af skorti á dómafordæmi í málum sem þessum. Einungis hefur einu sinni fallið dómur vegna hatursorðræðu hér á landi. Þá ríkir sá ótti að fyrstu ákærur verði að halda vatni, málin verði að vera einföld og skýr, þau megi alls ekki tapast fordæmisins vegna.

En þegar málin eru skoðuð þá verður ekki sagt að allar kærurnar séu mjög alvarlegar í samanburði við ýmis mál sem undirritaður hefur komið til deildarinnar. Málið gegn Jóni Vali Jenssyni guðfræðingi sem dæmi er veikt og erfitt að sjá þá ákæru enda með sakfellingu.

Ýmislegt sem gengið hefur á á Útvarpi Sögu er margfalt alvarlegra en ummælin sem kærð eru af Samtökunum 78, en þar eru í einhverjum tilfellum á ferðinni gildisdómar sem vissulega eru óþolandi og eru útvarpsstöðinni vissulega til skammar. En margfalt alvarlegri verður þó að teljast hatursherferð í boði stöðvarinnar í garð flóttafólks í Arnarholti á Kjalarnesi þar sem að borin var ranglega nauðgun á ungum dreng á skjólstæðinga Útlendingastofnunar. Þessi málflutningur innhringjenda fékk að ganga óáreittur í nokkra daga með blessun stjórnenda stöðvarinnar, efnið margendurtekið sem og gert aðgengilegt í upptökusafni stöðvarinnar á netinu. Þetta mál ætlar hatursglæpadeildin ekki að skoða og eru útskýringar embættisins hvað þetta mál varðar í raun Lögregluembættinu til skammar.

Það er því erfitt að átta sig á verkefnavali Hatursglæpadeildar og hvaða viðmiðanir ráði þar för. Flóttafólk sem ekki talar eða skilur tungumálið má sitja undir því að borin séu á það kynferðisbrot og voru svör embættisins við mínum fyrirspurnum að flóttamennirnir þyrftu sjálfir að kæra málið. Málið væri of óskýrt. Þetta mál liggur þó skýrt fyrir og liggja upptökurnar einfaldlega frammi, þar á meðal á youtube rás Sandkassans. En forsvarskona deildarinnar treysti sér ekki í rannsókn á málinu. Hér fyrir neðan er meðal annars óklippt upptaka sem send var til haturglæpadeildar.

Þannig að hvað ræður verkefnavalinu ? Er það sá aðili sem heldur uppi mestum þrýstingi á embættið, hefur til þess tíma og fjármuni og jafnvel tengsl innan opinberra stofnanna. Með þessari gagnrýni er engan vegin verið á nokkurn hátt að vega að eða gera lítið úr ákærum sem tilkomnar eru vegna kæra Samtakanna 78 sem undirritaður telur mjög þarfar. Að baki þeim liggja að einhverju leiti lögfræðileg rök er lúta að fordæmisgildi.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Veikur málatilbúnaður saksóknara

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.