Ríkisstjórnin virðist á stundum óþreytandi við að hæla sér fyrir einhver meint afrek sín. Hún byggir þó fyrst og fremst á vinnu stjórnarinnar á undan og má í raun segja að flest ef ekki allt það sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kom í verk, hefði einfaldega verið á to-doo lista hvaða stjórnar sem er.

Samningar við kröfuhafa á þrotabú föllnu bankana hefðu átt sér stað sama hvaða flokkar hefðu setið í stjórn. Aflétting gjaldeyrishafta stendur alls ekki upp á ríkisstjórnina heldur starfsfólk Seðlabanka Íslands. Það er jú hlutverk alþingis að setja einhver lög til að liðka þar fyrir, en Seðlabankinn framkvæmir þessa aðgerð, alls ekki alþingi og alls ekki forsætis eða fjármálaráðherra.

WealthInequality012915Það sem hefur aukist í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er misskipting í samfélaginu, þeir ríku halda áfram að verða ríkari meðan bætt er í fátækt hinna efnaminni. Í dag er það svo að lágmarksverkamannalaun duga ekki fyrir framfærslu. Þetta þýðir að verkamaður á Íslandi hefur ekki nóg til að greiða fyrir grunnþarfir.

Eldri borgarar hafa því síður góða sögu að segja af ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Grunnskólakerfið er í algjöru svelti, úrræðum fyrir börn og unglinga með geðræn vandmál hefur svo til verið útrýmt og þau færð inn í almenna grunnskólakerfið þar sem hvorki er þekking né aðstaða. Þetta fúsk kemur niður á öllum grunnskólanemendum í dag.

Heilbrigðiskerfið er í rúst, flóknara er það ekki. Það er í rúst og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur ekki sýnt neinn áhuga á að bæta úr því, einungis halda í horfinu. Ef að einungis á að halda í horfinu, þá er í raun verið að kynna nýja stefnu í heilbrigðismálum sem er spítalamenning fáránleikans.

Þannig að bæði grunnskólakerfið og spítalakerfið er í rúst. Launin í landinu duga ekki fyrir framfærslu (ekki nálægt því). Hver er þá árangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ? Tja hann er enginn. Fyrst og fremst þá hefur stjórnin staðið áfram vörð um hagsmuni þeirra sem féfletta Íslenska ríkið. Um leið þá er rekin áróður gegn minnihlutahópum í landinu í þeim tilgangi að þjappa kjósendum saman í barráttu við einhvern ímyndaðan óvin sem stjórnarflokkarnir gefa sig út fyrir að berjast gegn.

Þetta jafnast á við að gefa þeim svanga og heimilslausa áfengi í staða matar.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Verk þessarar ríkisstjórnar oftúlkuð

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.