monty-python-pic-pa-280887622

Skoðanakannanir á Útvarpi Sögu eru í raun alls ekki skoðanakannanir heldur samkvæmisleikir. Þáttaka í þessum samkvæmisleikjum stöðvarinnar tók mikið stökk um daginn, frá því að þáttaka væri yfirleitt í kring um 50 – 70 manns eða á stærð við lítin sértrúarsöfnuð, þá fór þáttakan í nokkur þúsund í kjölfarið á því að hatursræða stöðvarinnar varð að umræðuefni ýmissa álitsgjafa. En skoðanakönnun má náttúrulega alls ekki gera í bland við áróður þess sem gerir könnunina, slíkt getur aldrei talist vera skoðanakönnun heldur er þá einungis verið að óska eftir staðfestingu hlustenda á stuðningi við málflutning eigenda stöðvarinnar.

Í öðru lagi þá eru oftar en ekki spurningarnar sem stöðin setur fram afar leiðandi og gildishlaðnar, það er að segja þá liggur svarið nánast í spurningunni.

Í þriðja lagi þá óskar stöðin oft eftir áliti hlustenda á málum sem einfaldlega er hægt að fá úr skorið með upplýsingum sem liggja frammi, samanber: “Telur þú að glæpum fjölgi á Íslandi?”, það gefur auga leið að vandaðir blaðamenn myndu einfaldlega ná sér í tölur yfir fjölda glæpa ár frá ári og fjalla kannski um þær tölur og þróun í glæpatíðni. Þetta er einfaldlega ekki matsatriði út frá skoðun eða tilfinningu.

“Treystir þú Múslimum?”

Hér er óskað eftir trausti eða ekki, á í kring um fjórðungi alls mannkyns. Rosalega eiga hlustendur stöðvarinnar að vera dómbært fólk, en þeir hafa svo sem þegar fengið rétta svarið uppgefið frá starfsmönnum stöðvarinnar, rétta svarið sem þeir hafa þegar predíkað er nei.

“Telur þú að ISIS menn geti leynst meðal flóttamanna sem koma til Íslands?”

Svo virðist sem að í kring um 90% hlustenda stöðvarinnar hafi fengið þá flugu í höfuðið að ISIS menn séu staddir á Íslandi. Fyrir þessu liggur þó engin heimild eða vitneskja, einungis tilfinning. Hér er því verið að leika sér að því að æsa upp hlustendur.

“Vilt þú taka flóttamenn inn á þitt heimili?”

Fáránleg spurning.

“Munt þú sakna Reynis Traustasonar sem ritstjóra DV?”

Hér var svo sem persónuleg andúð á Reyni Traustasyni og aðstandendum Lekamálsins á ferðinni.

“Á að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð?”

Maður veltir því fyrir sér af hverju stjórnendur stöðvarinnar sjá ekki ástæðu til að fá frekar álit sérfræðinga á þessari spurningu í stað þess að höfða til vanþekkingar hlustenda ?

“Vilt þú að Tony Omos verði íslenskur ríkisborgari?”

Án efa það lægsta sem Útvarp Saga hefur sokkið, fyrir það fyrsta hafði Tony Omos mér vitanlega einungis sótt hér um hæli en ekki ríkisborgararétt. Í öðru lagi þá er sú hugmynd að fá almenning til að segja skoðun sína með þessum hætti á viðkvæmum persónulegum málum þessarar fjölskyldu, í ofanálag við að útvarpsmenn Sögu rækju massífan áróður gegn Tony Omos alla daga, þá var hér á ferðinni það allra ljótasta ofbeldi sem ég hef orðið vitni að síðan ég byrjaði að fylgjast með fjölmiðlum í kring um 1975.

“Er Ísrael að fremja þjóðarmorð á palestínumönnum?”

Spurningin er út í hött, það er einfaldlega óumdeilt af Alþjóðastofnunum að Ísrael fremur stríðsglæpi á Gaza, árið 2014 létust yfir 2,000 manns í loftárásum Ísraela, að stórum hluta óbreyttir borgarar og yfir 500 börn, einungis 66 Ísraelskir hermenn og 6 óbreyttir borgarar. Amnesty International skilgreinir hegðun Ísraelsmanna á Gaza sem stríðsglæpi.

“Eru of margir hælisleitendur á Íslandi?”

Hvaða bull er þetta ?

“Eru andstæðingar Islam rasistar?”

Það er um að gera að fræða Útvarp Sögu á að það er jafnan talað um Islamofóbíu. Starfsfólk stöðvarinnar sem og hlustendur að stærstum hluta eru Islamófóbískir og laðar stöðin einfaldlega að sér þá hlustendur.

“Er gyðingahatur útbreitt á Íslandi?”

Spurningin er út í hött, henni er þó ætlað í bland við áróður starfsmanna stöðvarinnar að koma þeim hugmyndum inn hjá hlustendum stöðvarinnar að gagnrýni almennings á morðum Ísraela á Gaza sem raunar byggist alfarið á afstöðu alþjóðastofnanna til Ísraela á málinu, að sú gagnrýni almennings flokkist undir gyðingahatur. Hér er farið með ad hominem og absúrdisma í áróðursskyni.

“Er DV að verða að vinstrisinnuðu öfgablaði?”

Já hér er vísað til DV en á blaðinu störfuðu á þessum tíma verðlaunaðir og bestu rannsóknarblaðamenn landsins. Á sögu veit ég ekki til að starfi einn einasti blaðamaður, hvað þá að stöðin haldi einu sinni úti neinni fréttaöflun.

Er Umboðsmaður Alþingis að ganga of hart fram í lekamálinu?”

Hreinn sleikjuskapur við ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.

“Telur þú að Gísli Freyr Valdórsson verði sakfelldur vegna lekamálsins?”

Veðmál um sakamál gegn einstaklingi, afar sérstakt og lágkúrulegt.

“Telur þú að glæpum fjölgi á Íslandi?”

Af hverju ekki bara skoða tölfræði sem er öllum aðgengileg, í stað þess að fabúlera og giska en það virðist vera  þjóðaríþrótt Sögu.

“Eru of margir nýbúar á Íslandi?”

Þetta er ljótt.

“Á að leggja niður mannréttindaráð Reykjavíkurborgar?”

Í kjölfar þess að Gústaf Níelsson var settur út úr ráðinu.

“Á að kanna bakgrunn múslima sem vilja búa á Íslandi?”

Ok, tillaga um persónuofsóknir.

“Eru múslimar ofsóttir á Íslandi?”

Hefur einhver haldið því fram ?

“Eiga flóttamenn sem koma til Íslands að hafa forgang að þjónustu umfram íslendinga?”

Hvaða bull er þetta ?

“Mæta þeir sem eru andvígir samkynhneigð fordómum?”

Váá, þetta fólk er kolgalið !!

“Eiga konur að bera á sér brjóstin á almannafæri?”

Hvað kemur það þessu fólki við hvað annað fólk gerir?

“Á Ísland að taka við flóttafólki frá Norður Afríku?”

Áframhaldandi áróður gegn flóttamönnum

“Er erftitt að tjá sjálfstæða skoðun á Íslandi?”

Ekki finnst mér það en stjórnendur og hlustendur stöðvarinnar virðast telja sig hafa myndað sér sjálfstæðar skoðanir, þótt þær séu nú fyrst og fremst skoðanir stöðvarinnar, og skoðun stöðvarinnar er sú að stöðin sé skoðanakúguð. Af hverju er þá spurt þegar stöðin er sjálf búin að tyggja rétta svarið í hlustendur sína ?

“Á að kenna hinseginfræðslu í grunnskólum?”

Já áhyggjur fólks eru miklar á Útvarpi Sögu.

“Lest þú biblíuna?”

Mitt svar er: NEI.

“Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?”

Ég hef ekkert um þessa að segja. En andúð mín minnkar ekki.

“Vilt þú taka á móti flóttamönnum til landsins?”

Æjæj

“Leyfir húsnæðisvandinn á Íslandi fleiri flóttamenn og hælisleitendur?”

Æjæj

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Viðvaningslegar skoðanakannanir

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.