Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill ekki að Ísland greiði þróunaraðstoð. Engu að síður er hún fengin til að ganga með vatnsfötu á höfðinu að hætti afrískra stúlkna í dag á Austurvelli í nafni þróunarmála.

 

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í vitundarvakningu frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem að þessu sinni kallast Sterkar stelpur – sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir alla næstu viku, dagana 6. – 11. október.

Vatnsfötuáskorunin á Austurvelli í dag sem var opnunaratriði átaksins, reyndist þó einungis vettvangur fyrir þennan þingmann Framsóknarflokksins, til að tala sig út um andstöðu sína við hækkun á framlagi Íslendinga til þróunaraðstoðar.

Þá er vert að minnast fagnaðarláta Vigdísar yfir meintum kosningasigri Framsóknarkvenna í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum, en henni var sérstaklega þakkað fyrir stuðning sinn við framboðið á kosningavöku undir miklu lófaklappi. Þar studdi hún framboð sem lagðist gegn byggingu Mosku í Reykjavík.

Þetta er áframhald harðlínustefnu þeirrar er Framsóknarflokkurinn hefur opinberað að undanförnu. En með þáttöku sinni í vatnsfötuáskoruninni í dag, gerir hún grín að þróunarverkefnum, enda morgunljóst að hugur hennar stendur ekki til málefnisins.

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Vigdís niðurlægir Ísland

| Leiðari |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.