27AE6F60-6836-4CC1-AE82-E422EB2A85F4_w640_s

Það er ekkert orð til yfir það. Landið þar sem innfæddir hrekja stjórn frá völdum vegna skattamisferlis, einungis til að kjósa hana aftur yfir sig nokkrum vikum seinna. Helstu fábjánar landsins ganga um veifandi lögfræðiprófum og sagnfræðiprófum sem að engin skilur hvernigþeir gátu orðið sér út um.

Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og með próf í lögfræði þótt ótrúlegt megi virðast. Hann heldur því fram að Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins hafi framið “mannréttindabrot: með því að segja í skýrslu sinni að Útvarp Saga dreifi hatursorðræðu gegn innflytjendum, múslimum og hinseginfólki. Það þarf ekki einu sinni löglærðan mann til að átta sig á því að með þessari greiningu nefndarinnar eru alls engin lög brotin.

Vilhjálmur ÁrnasonEkki er einu sinni eins og að Vilhjálmur sé varamaður í nefnd á vegum Evrópuráðsins, heldur er hann aðalmaður í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Það hlýtur hverjum heilvita manni að vera ljóst að til þess er Vilhjálmur Árnason fullkomnlega óhæfur. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, maður sem lauk prófi í hitteðfyrra.

Ég er nú á þeirri skoðun að fólk sem er rétt að skríða út úr skóla sé ekki endilega vel fallið til að gegna þingmennsku eða ábyrgðarmiklum störfum og að mun nær væri að það aflaði sér frekari menntunar og reynslu úti í atvinnulífinu í stað þess að geysast í þetta vandasama starf sem kallar á mikla reynslu fyrst og fremst. Við erum með fólk í þinginu sem er með takmarkaða menntun en stendur sig með miklum ágætum enda með þeim mun meiri reynslu.

Það er vont til þess að vita að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli sitja svo til vikulega í viðtölum á Útvarpi Sögu. Allt fólkið í landinu veit að þetta er rasistaútvarp og er það einfaldlega ekki tilhlýðilegt að þingmenn stjórnarflokka skuli sitja þar í útsendingu. Vilhjálmur Árnason er reynslulaus piltur sem augsýnilega lætur Pétur Gunnlaugsson hlaupa með sig út um alla móa, tekur undir hvaða svartagaldur sem að Pétur leggur á borð fyrir hann. Of ungur til að skilja að hann er í viðtali hjá vitfirringi.

Þetta er ekki óskabyrjun hjá þingmanninum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Vilhjálmur Árnason, ekki óskabyrjun hjá þingmanninum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.