Það eru svo sem engar fréttir að Vinstri Hreyfingin Grænt Framboð inniheldur öflugan íhaldsarm og er sá hluti flokksins mun stærri en margir myndu ætla í fyrstu. Það má segja að þessi stjórnmálahreyfing sé klofin. Þetta er að sjálfsögðu ástæða þess að flokkurinn er mun stöðugri í fylgi en umbótaflokkarnir, Píratar og Samfylking.

Þannig að líklega er hægt að sammælast um að íhaldssöm stjórnmálaöfl verði jafnan síður fyrir stórfelldu fylgistapi. Vinstri Grænir standa vörð um vissa þætti sem umbótaöflin berjast gegn. VG standa vörð um fiskveiðistjórnunarkerfið eða kvótakerfið svokallaða, þeir standa vörð um landbúnaðarkerfið og í stað þess að boða kerfisbreytingar sem rétta eiga almennan jöfnuð og gagnsæi, þá boða Vinstri Grænir skattlagningu með tiltölulega takmörkuðum kerfisbreytingum.

Vinstri Grænir hafa gefið sig út fyrir að vera umbótaafl í kven og jafnréttismálum. Þessi sjálfsmynd Vinstri Grænna þótt hún sé einkennandi fyrir Hreyfinguna, er þó ekki alveg sannleikanum samkvæmt.

Um leið og gríðarleg og góð áhersla er í stefnumálum VG á aukin kvenréttindi, aukna þáttöku kvenna m.a. í stjórnmálum, þá er yfirlýst stefna þeirra í umgengnismálum barna vandfundin. Um leið og tálmunarmál eru til marks um skakka sjálfsmynd kvenna þar sem þær álíta sig allsráðandi og ómissandi í uppeldismálum, þá er það slæmt að stjórnmálahreyfing með svo sterka rödd í kvenréttindabaráttunni skuli vera svo stutt komin á braut jafnréttis.

Það sem er kannski en alvarlegra er að tálmunarmál skaða börn en sú hugsun virðist ríkja innan Vinstri Hreyfingarinnar Græns Framboðs að umgengnismál falli undir kvenréttindi.

Þingmenn og ráðherrar VG hafa ítrekað þvælst fyrir réttarbótum til handa börnum sem búa á tveimur heimilum og má rekja beint til starfshátta Vinstri Grænna flækjustig það sem skapast í umgengnismálum í opinberum stofnunum og hjá sýslumannsembættum í dag.

Þannig að meðan þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir með aðkomu Sjálfstæðis, Framsóknar og VG eru almennt taldar vísa á afsal þessa íhaldsflokks á jafnaðarstefnu þeirra, þá má Sjálfstæðisflokkurinn eiga það að þingmenn hans hafa verið framsæknir á þessu sviði. Þeir komu á dómaraheimildinni, enda þótt innanríkisráðherra VG hafi verið búinn að taka dómaraheimildina út úr frumvarpi til breytinga á barnalögum á sínum tíma, þá tók þingið fram fyrir hendur ráðherrans Ögmundar Jónassonar og setti heimildina til að dæma sameiginlegt forræði aftur inn við þingafgreiðslu. Allt var þetta Ögmundi og Vinstri Grænum til mikillar minnkunar. Þeim tókst þó að koma á og festa í sessi það lögbundna sáttaferli sem nú ríkir og gerir lítið annað en að lengja tálmunartímabil svo mánuðum skiptir.

Í dag berst hópur þingmanna með Brynjar Níelsson í fararbroddi fyrir því að umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi á börnum og að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti VG í Suðvesturkjördæmi hefur t.d. afneitað tálmunarmálum svo til alfarið og sagst hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að einungis hafi komið til umgengnistálmana 9 sinnum á síðustu 9 árum. Um leið sýnir könnun að 37% landsmanna þekkja til tálmunarmála. Hefur hún sagt í ræðustól Alþingis að hún treysti ekki barnaverndarnefndum (þ.e. stjórnvöldum) fyrir jafn mikilvægum málum eins og umgengnimálum. Segir hún að frumvarp um að gera ástæðulausar umgengnistálmanir refsiverðar sé beint gegn konum og geti því ekki stutt það út frá feminískum sjónarmiðum. sjá vef Samtaka Umgengnisforeldra.

Svo virðist sem að alla vega í þingflokki Vinstri Hreyfingarinnar Græns Framboðs ríki einhver varðstaða um ofbeldi gegn börnum þegar kemur að þessu sviði. Það eru börn sem verða fyrir skakkaföllum í tálmunarmálum, ekki fullorðið fólk. Börn eiga rétt á og hafa ríka þörf fyrir að vera í nánd og tengslum við sína ástvini, bæði föður sinn og móður sem og ömmur og afa, bræður sína og systur. Það að slíta slík tengsl að ástæðulausu er eitt versta grimmdarverk sem til er og það sem meira er, stofnar barni í hættu enda er það foreldri sem fyrir tálmun verður oftar en ekki heilbrigði aðilinn í lífi barnsins.

Birtingarmyndir þess tjóns sem börnum er unnið með umgengnistálmunum er víðtækar og alvarlegar. Hvað vakir fyrir Katrínu Jakobsdóttur og félögum hennar á næstunni á eftir að koma í ljós. Í öllu falli þá er alls öruggt að Sjálfstæðimenn eru ekki að fara að láta þessa barnfjandsamlegu stefnu VG trufla sig. Frumvarp Brynjars Níelssonar verður aftur lagt fyrir og andstaða VG við rétt barna og feðra sem hingað til hefur verið yfirdrifin, mun þurfa að taka á sig nokkurn sjó. VG liðar munu þurfa að taka þessa umræðu og það viðhorf að álíta forræði mæðra yfir börnum vera hornstein kvenréttinda hér á landi munu meðlimir Vinstri Grænna með tíð og tíma þurfa að átta sig á að tilheyrir liðinni tíð.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Vinstri Grænir kannski versta íhaldið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.