Undirskriftum þeirra sem krefjast afsagnar forsætisráðherra fjölgar jafnt og þétt og stendur þessa stundina í 10,127 undirskriftum. Athugun rannsóknarblaðamannsins Atla Þórs Fanndal á Kvennablaðinu, leiddi í ljós að umræddur kaupmáli milli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar, er kvorki að finna í Allsherjarskrá kaupmála né hjá einstaka sýslumannsembættum.

Þetta bendir til þess að eignir Önnu Sigurlaugar séu mögulega eftir allt saman einnig eignir Sigmundar Davíðs eins og gengur og gerist í hjónaböndum almennt, nema að annað sé tilgreint eða um samið. Hafa ber þó í huga að í erfðaskrám getur verið kveðið á um séreignir

í grein í Morgunblaðinu bendir Kári Stefánsson á að lög um innherjaviðskipti setji sömu reglur fyrir maka í öllum tilfellum og allar reglur um hagsmunaárekstra geri ráð fyrir að hagsmunir maka leiði til sömu hagsmunaárekstra og í tilfelli Sigmundar.

 

yfir 10,000 manns krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn