Þegar ég opnaði þennan vefmiðil, Sandkassinn.com, þá þótti mér tími til kominn að innflytjendur á Íslandi tækju sjálfir þátt í umræðum um innflytjendur. Íslendingar hafa í gegn um tíðina staðið í þeirri trú að hér sé engin rasismi. Þetta er rangt. Á næstunni munum við birta hér viðtöl við innflytjendur sem hafa töluverða sögu að baki í viðskiptum við landann. Fólk sem sumt hvert hefur búið hér í áratugi og álítur sig Íslendinga en verður hvað eftir annað fyrir alvarlegum fordómum.

racism-300x257Við ætlum að rugga bátnum og einhverjir munu kveinka sér. En þetta er umræða sem við verðum að taka. Eldra fólk virðist margt hvert eiga erfitt með sig í þessu efni. Sú hugmynd er útbreidd að innflytjendur séu charity case sem mega þakka fyrir að fá að vera hér. Að Ísland sé besta land í heimi og hér sé best að búa. Einnig að mikill kostnaður hljótist af innflytjendum en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum.

Íslendingar eru aftur á móti mannfæðarinnar vegna, svo til ófærir um að taka óþægilega umræðu. Svona rétt eins og vonlaust getur reynst að taka umræðu um erfitt mál á stórum vinnustað enda sér samtrygging starfsmanna um að þagga alla slíka tilburði niður. Þá verður fólk með annan hörundslit fyrir gríðarlegu aðkasti hér á landi. Fólk er kallað ljótum nöfnum, ýmist apar eða vændiskonur.

Þessa umræðu þurfum við að takast á við af einlægni og ákveðni og málin skulu upp á borð. Allt tal framboðslistanna um fjölmenningarsamfélagið er einungis látalæti og fíflagangur, ef meining fólks er að halda því fram að kynþáttahyggja sé óþekkt á Íslandi. Það að raddir innflytjenda hafa  verið bældar og kæfðar í háværum yfirlýsingum atkvæðaþyrstra stjórnmálamanna um fordómalausa Ísland, er mér nú ljóst eftir að ég byrjaði með þetta blað og hef átt samtöl við fullt af fólki, að er einungis til marks um, enn meiri alvarleika og ljótleika í Íslensku samfélagi en ég hafði áður haldið.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ykkur verður svarað

| Leiðari, Samantekt |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.